miðvikudagur, 18. júlí 2012

Fjölskyldan og með því :-)

Hér í þessum skrifandi orðum hefst bloggveisla Benedikts, sem mun verða í gangi næsta árið. Ástæðan fyrir því er einföld. Ég er að fara sem skiptinemi til Argentínu ! 


Ég vil byrja þetta fyrsta blogg á því að segja smá frá sjálfum mér, ég er fæddur árið 1994 þann merka dag 16.desember sem er sami dagur og Kasakstan fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum og Ludwig van Beethoven fæddist 224 árum fyrr. Ég bý Árbæ sem er hverfi í Reykjavík. Besta hverfið. Ég er með mikið af áhugamálum og tengjast þau flest jaðaríþróttum, svo sem BMX ( https://vimeo.com/44841354 ) , motocross, freestyle skíði, hnefaleikar og flest annað hættulegt. Ég á kærustu sem nefnist Eva Katrín og býr hún einnig í Árbæ. Hún er frábær og það verður erfitt að vera án hennar í eitt ár ! Svo á ég fjölskyldu sem er mjög góð og það verður líka erfitt að vera án hennar. Ég á vini, þeir eru ekkert merkilegir þannig ég verð feginn að komast burt frá þeim. 
Grín, þeir eru flottir vildi bara ekki verða of væminn.  
 


Afhverju skiptinám ?
Fyrir rúmu ári kom hópur af AFS sjálfboðaliðum til okkar í Verzló og kynntu fyrir okkur AFS og allt í kringum það. Mér leyst fáránlega vel á þetta og ákvað að slá til og skrá mig, þetta umsóknarferli er ruglað vesen, endalausar ritgerðir, bólusetningar, vegabréfsáritanir, stimplar frá utanríkisráðaneytinu og margt fleira sem ég er þó búinn að ganga frá núna. Það er samt allt þess virði er ég viss um. 


Loksins kominn með fjölskyldu ! 
Suður-Ameríku fólk er það slakasta í heiminum þannig þau eru ekkert að flýta sér að velja skiptinema, ég hélt að ég myndi ekki fá fjölskyldu en það kom nú í síðustu viku. 
Mér lýst mjög vel á fjölskylduna mína og borgina sem þau búa í. 

Alejandra Mercau er mamman á heimilinu og fæddist 1971
Adrian Matteucci er pabbinn og er hann fæddur 1970
Tomas Matteucci er bróðir minn og er fæddur 1994 sama ár og ég
Agustín Matteucci er bróðir minn og er fæddur 1996  ekki sama ár og ég 

Algjör snilld að hafa bræður á sama aldri og ég,  svo eru þeir mjög félagslyndir þannig þetta verður stuð. Ég er kominn í samband við þau, búinn að tala við Tomas og Alejöndru því þau kunna ensku. Það getur verið galli að þau kunni ensku en þau ætla bara tala hana í neyð. Þau virðast vera frábær, búin að segja mér frá fullt af ferðum sem ég er að fara með þeim í, meðal annars í mánaðarferðalag á ströndina, 16 tíma akstur haha ! Svo fer skólinn minn, sem er stráka skóli, í tíu daga camping í nóvember þegar sumarið er að byrja. Það á víst að vera eitthvað sjúkt.  Síðan spurði ég "mömmu" hvort ég mætti ekki taka BMX hjólið með, hún sagði að það væri ekkert mál. Þannig þið megið búast við gourme Argentino videoum frá mér.


Borgin = GOTT veður allt árið

Ég gæti ekki verið ánægðari með borgina, borgin er staðsett í Norður-Argentínu sem er snilld því þar er gott veður allt árið, hún heitir San Miguel de Tucumán og er í Tucumán fylkinu. Þar búa 550.000 manns sem er töluvert meira en í Reykjavík eins og flestir vita. Veturnir eru stuttir og hlýir og eru í júní-júlí. Hitinn er þá í kringum 15°C til 21°C svo eru sumrin frá 30°C til 35°C og 18°C á nóttinni. Þarna eru ræktaðar sítrónur vegna þess hversu gott veðrið er. Ég mun búa í þriggja hæða íbúð sem er í göngufæri frá skólanum mínum. Ég er svo heppinn að ég þarf ekki að vera í skólabúning, en það er sjaldgæft þarna í kring. Það gæti samt verið gaman að prófa fýlingin í skólabúning. Það er orðið þreytt hvað ég er alltaf í flottustu fötunum í skólanum,væri fínt að fá hvíld.

Ég vil nú ekki hafa þetta mikið lengra því þetta er nú bara fyrsta bloggið. Ég fer 23.ágúst þannig það styttist í þetta og spennan magnast með hverjum deginum sem lýður. Ég ætla að reyna að blogga mánaðarlega og setja inn myndir þannig endilega verið dugleg að fylgjast með ævintýrinu mínu.

Skiljið svo eftir ykkur ummerki með einu svellköldu kommenti ..

Ætla svo að gera eitt sniðugt sem ég sá hjá honum Brynjari Sig. fyrrverandi skiptinema og núverandi vinar míns, að hafa alltaf Sniðuga Staðreynd um Argentínu með blogginu.

Sniðug Staðreynd : Lionel Messi fótboltagoðið er fæddur og uppalinn í Argentínu