laugardagur, 29. desember 2012

Undravert ævintýri með Evu í Argentínu



Tvaer vikur í Argentínu med Evu Katrínu

Her mun ég skrifa um bestu tvær vikur í lífi mínu sem gerdust þann 16.des-28.des þegar Eva Katrin, kærasta mín, kom í heimsókn til mín til Argentinu, þegar við vorum búinn ad vera aðskilinn í næstum fjora mánuði. Þessi saga hefur þvi miður ekki goðan endi, því audvitad klarudust vikurnar góðu og hún þurfti ad fara heim. 
Við ætlum ad skrifa frá hverjum einasta degi, og er þetta ekki aðeins fyrir ykkur ad lesa og fræðast um ævintýri okkar, einnig fyrir okkur tvö að muna í framtíðinni.

Kæru lesendur:
Njótiði vel 
hafið gaman.
Því lífið er ekki lokuð skel
og mun betra saman.




 Sunnudagur 16.desember

Þessi dagur var nu ekki ómerkilegur! Hann byrjaði á að eg vaknadi og það var eitthvað breytt, ég vissi ekki alveg hvað en það var munur. Svo rann það allt upp fyrir mér, ég var oðinn 18 ára. Ég var búinn ad vera of upptekinn við að hugsa um komu Evu að eg gleymdi að pæla í afmælinu.
Loksins loksins get eg farið á videoleigu og leigt mér bláa spólu ! Og kosið. Og spilavítast. En mest skiptir þó að nú má ég giftast . Eva viltu gi...... Nei djók hehehe. Seinna...
En sem betur fer var einhver sem mundi eftir afmælinu mínu, fjölskylda mín, íslenska jafnt sem argentíska. Í þetta skiptið var það nú samt sú argentíska sem fekk ad halda veislu, og það var nu ekkert slæm veisla. Eg þyngdist um svona átta kíló á klukkustund. Eg var buinn ad vera í hollustu átaki í mánuð áður en ég myndi hitta Evu, ekkert nammi, engin ís og hollusta alveg hreint inn og út.
En nú var komið ad lokauppgöri, ég borðaði og borðaði. Mexikanskur og ís í eftó. Eftir það fór eg bara að melta og springa og bíða eftir ad Eva kæmi á flugvöllinn sem væri klukkan hálf átta um kvöldið. Þegar klukkan var að líða sex var ég búinn að sturta mig átta sinnum, þrettán umferðir af rakspíra og snyrta geirvörtuhárið mitt, og var loksins tilbúinn að fara á flugvöllinn. Ég fór með Alejöndru (hostmamma) og á leiðinni bræddi hjartað mitt næstum úr sér, það sló svo hratt. Ég var búinn að undirbúa það að koma aftan að Evu á flugvellinum, en þá var hún komin og búin að bíða eftir okkur í dágóðan tíma. Ég hljóp hana næstum niður því ég var svo glaður að sjá hana. Ég var búinn að biðja Alejöndru að taka myndir á síman minn, einnotamyndavél sem ég keypti og svo sinn síma. Hun hljop þarna á eftir okkur með hundinn í fanginu og þrjár myndavélar á lofti og þótti fólki þetta ansi skemmtileg sýning. Alveg fáránleg tilfinning að hittast í alvöru, eftir fjóra mánuði á skype. Ég ætla ekki einu sinni að reyna lýsa þessu. Síðan var bara haldið heim á leið og auðvitað fullt að tala um og fullt af ástæðum til að knúsast og kyssast. Þennan dag var 18.ára afmæli mitt, við búin að vera saman í 14 mánuði og
Heima var öllum heilsað og tekið úr töskum, auðvitað troðfullar af íslensku nammi og jólmælis pökkum. Langþráð GOPRO3 var jólmælisgjöf frá ma og pa og ekkert smá sáttur með þá snilld. Eva pimpaði mig aðeins upp með stuttum ermabol. Takk ;* Fékk einnig sjúk headphone frá Elísabetu í jólmælisgjöf, hrikalega ánægður með það.
Þarna vorum við samt ekki ennþá búinn að átta okkur á hvað væri að gerast.
Ég bað Evu um að kíkja aðeins með mér út á svalir, ha ?! Hvað sér hún, búið að merkja göngustíg upp á þak með uppáhalds blómunum hennar(veit ekkert hvað uppáhalds blómið hennar er en það hljómar rómantískara að segja það(veit ekkert afhverju ég er ad segja ykkur þetta)) og leiðin lá upp á þak. Þar beið blómvöndur og sushi og "eðal" hvítvín. Þar var borðað og hlegið og rifjað upp gamla tíma. Svo var étið hálft kíló af íslensku nammi og skellt sér í háttinn, enda þreytt eftir 38 tíma ferðalag. Buenas noches 



Mánudagur 17.desember
Hvað gerir maður fyrsta daginn í Argentínu ? Við höfum ekki hugmynd. Við fórum allavegana út í ávaxtabúð og keyptum okkur vatnsmelónu og banana sem við notuðum í bananadrykkinn minn einstaka. Eftir það var tekið rólegt miðbæjarrölt í hitanum og skoðað Plaza Urquiza. Þetta breyttist þó úr rólegum göngutúr þegar við löbbuðum framhjá skólanum mínum, því loksins, þessi fræga Eva, sem íslenski skiptineminn var alltaf að tala um, var komin þarna. Þeir byrjuðu að hrópa og kalla og við ekki alveg búin undir það haha, þannig við komum okkur í burtu.
Eftir að hádegissólbaðið og smá GOPRO fikt var lokið héldum við í lítið en mjög fínt moll. Þar fórum við að sjá ekki minna né minna en THE HOBBIT. Ég auðvitað gapti af gleði allan tímann en sú sem sat við hliðina á mér ekki alveg á sömu skoðun. Til að bæta upp fyrir "lélega" mynd, skelltum við okkur á Grido sem er frægasta ísbúð ARG. Keyptur var hálfur lítri , tvær skeiðar og étið. En bíddu, ha?! Hvað leyndist í botninum ? Lítill gullpoki sem innihélt hring. Maður er nú soddann rómódaðla. Við vorum auðvitað nýbúinn að sjá The Hobbit þannig Eva settist út í horn með hringinn og sagði í sífellu; My Precios. Okei djók, mjög lélegt grín.
Haldið var heim og tekið ljúfan svefn enda ennþá þreytt eftir allt ferðaævintýrið.














Þriðjudagur 18.desember - Fimmtudagur 20.desember
Fallegur þriðjudagur gekk í garð og nú var hversdagslífið í Tucuman kvatt og vid tóku tvaer naetur í Jujuy thar sem við gistum hjà bròdir Alejondru.  Eyddum vid samt einum degi í Salta og var hann fràbaer. Við vöknuðum snemma þennan þriðjudagsmorgun og tókum tveggja hæða rútu í fjóra tíma. Þegar komið var til Salta, auðvitað ljómandi fínt veður. Fyrsta sem okkur langaði að gera var að borða, við skelltum okkur á veitingastað sem selur Milanesa samlokur. Mjög góðar og dúfurnar ekki óánægðar þegar við gáfum þeim. Kíktum aðeins á miðbæinn og ísuðum okkur í gang. Vid fegnum ad fara í eina sundalaug og hitinn var gífurlegur og svöluðum við okkur í lauginni. Hversu gott! Þar var tekið myndir ofan í vatninu með GOPRO vélinni, sólað sig og slakað á. 

Okkur langaði svo að kíkja upp á fjallið með kláfi sem er þarna.  Leiðin upp var skemmtileg og vorum við með útsýni yfir alla borgina. Þegar upp var komið skoðuðum við einhvern garð með milljón fossum og brúum. Uppi var síðan líkamsrækt sem hægt er að nota frítt. Við hittum svo mann sem spjallaði við okkur um Argentínu og gaf okkur að smakka Terere. Það er mate með appelsínu safa og klökum. Mjög kalt og svalandi í hitanum. Vid kíktum svo à götumarkaðinn sem var rétt hjá. Þar ákváðum við að í öllum ferðalögum sem við munum fara í munum við kaupa flöskuopnara sem er einkennandi fyrir landið.
Eftir þessa stóru ákvörðun leigðum við okkur hjólabát og Eva þóttist vera betri að stýra en ég. Haha hvílíkt hugmyndarflug. Kvöldið var tekið með formlegheitum á fínum veitingastað þar sem við borðuðum helstu þjóðarrétti ARG, þar á meðal Empanadas og Asado. Gaman að leyfa Evu að smakka argentíska matinn.
Sorglegur dagur hér á ferð því við þurftum að kveðja Jujuy og Salta. Þegar heim var komið skelltum við okkur í fínari fötin og fórum á írskan bar þar sem við prófuðum Argentíska sangríu. Eftir það hittum við Emil og Guðmund sem voru nýkomnir úr fimm daga ferð til Cataratas de Iquazu. Við fórum öll saman ásamt Tómasi og Pato vini mínum hérna á skemmtistað sem heitir Week. Það þótti okkur virkilega gaman og gaman að leyfa Evu að kynnast Argentískri dansmenningu.







 

















 


Föstudagur 21.desember
Það var komin tími til að brenna smá kalóríum eftir alla ísgöngutúrana, óholla matinn og afslöppunina. Við skelltum okkur þess vegna í smá hlaup og rækt. Eva kenndi mér alveg hvernig á að gera þetta í ræktinni. Eftir átökin tók við útskriftarkvöldverður með skólanum mínum. Við skelltum okkur í okkar fínasta fínt og við fjölskyldan fórum öll saman. Þarna borðuðum við asado með tilheyrandi og síðan var risa party eftir það. Þetta var í fyrsta skiptið sem skólafélagar mínir hittu Evu, en það gekk bara vel. Líkaði öllum við hana og henni fannst bara gaman.






Laugardagur 22.desember - Sunnudagur 23.desember 

Undirbjó ljúfan ávaxtasafa fyrir terere sem við ætluðum að drekka í gönguferð upp á San Javier sem er svona Esja Tucumans.

Klukkan eitt kom maður að nafni Sergio og sótti okkur. Hann var leiðbeinandinn okkar í paraglidinginu sem við vorum búin að panta. Paragliding er semsagt þegar þú hleypur fram af fjalli eða kletti í fallhlíf og getur svifið tímunum saman í háloftunum. 

Við fórum með honum upp á hæsta fjallið þarna sem heitir Loma Bola. Þar fórum við í gegnum grunnatriði og síðan var bara stokkið. Eva byrjaði á því að stökkva og ég á eftir henni. Þetta var mögnuð tilfinning, svífa yfir svaka flottum skógi í 300-500 metra hæð og við vorum í 25 mínútur í loftinu. Algjör snilld að sjá yfir alla borgina í brjáluðum hita og sól. Við vorum bæði spurð hvort við vildum gera smá áhættu og auðvitað sögðum við bæði já! Þá flugum við niður næstum á hvolfi og lentum síðan á sítrónuakri í góða veðrinu og vorum við bæði sammála um að þetta er eitt af því magnaðasta sem við höfum prófað. En það var eitt sem við gleymdum...það var að bera á okkur sólarvörn þannig að eftir daginn skaðbrunnum við og fengum fallegt far a lærin eftir stuttbuxurnar.
Nú var tími til komin að halda heim á leið því ég var að fara halda afmæli um kvöldið með nokkrum strákum og komu kringum 500 manns. Við héldum það í húsinu hjá Adrian (hostpabbi) og skemmti fólk sér bara prýðisvel. Það var DJ sem því miður spilaði bara Argentíska cumbiu. Við skiptinemarnir værum alveg til í að heyra alvöru House tónlist. Síðan gistum við Eva í húsinu hans Adrians og vöknuðum svo í meira vesenið.














Mánudagur 24.desember (Aðfangadagur)

Við vöknuðum í svitabaði við einn mesta hita sem nokkurntíman hefur verið í þessa 4 mánuði sem ég er búinn að vera hérna! Þetta var aðfangadagur og okkur leið engan vegin eins og það væru jól. 
Ég ætlaði aðeins að kíkja út og byrja að þrífa smá eftir gærkvöldið en þá var búið að eyðileggja báða hurðarhúnana og ekki séns að opna...Við vorum læst inni með engan mat, enga loftkælingu og enga inneign á símanum. Við vorum í dágóðan tíma að reyna opna en ég endaði með því að stökkva fram af svölunum og opnaði að utan með skærum. Þá þurftum við að redda okkur heim án penings, inneignar og Eva í svaka flottum kjól frá því um kvöldið áður. Það tókst samt eftir góðan klukkutíma í strætó sveitt og svöng, trúið ekki hvað það var gott að komast í ískalda sturtu eftir þennan ömurlega aðfangadagsmorgun.
Svo byrjaði svokallaður jólaundirbúningurinn og allir voru að elda eitthvað eða snyrta sig til. Við Eva búinn að hlusta á fullt af jólalögum en komumst ekki í jólafíling sama hvað við reyndum.
Jólin voru haldin í húsi hostfrænku minnar og vorum við saman komin nokkrir ættingjar. Ég hafði mætt í skyrtu en hún fór fljótt af í skiptum við hlýrabol. Eva stóð við vifturnar og reyndi að lifa þetta af. 


Maturinn fór svo að týnast á borðið og þetta var til dæmis kjúklingur með fyllingu, sænskar kjötbollur sem Emil gerði, argentískar kjötbollur, kjöt í sósu og meðlæti. Allir fullorðnu með kampavín og sítrónuís út í en argentísku bræðurnir og frændurnir með bjór, ekki voða jólalegt. Vantaði malt og appelsín 
Fyrir litlu krakkan á jólasveinninn að koma klukkan tólf og setja alla pakkana undir tréð. Klukkan tólf byrjuðu flugeldarnir að springa og við fórum inn að opna pakkana. Þau opnuðu semsagt alla pakana fyrir átján manneskjur á sjö mínútum sirkabát. Það var engin að sýna hvað þau fengu og allir létu eins og þetta væri einhver keppni. Ég og Eva viljum miklu frekar hafa þetta eins og á Íslandi þar sem þetta er þriggja tíma process, allir lesa á kortin og sýna hvað þau fengu.
Eftir þetta fóru sumir út á lífið en við skandinavíubúarnir ákváðum bara að taka því rólega og fórum því heim í kósýheitin. Við viljum óska öllum sem lesa þetta gelðilegra jóla, sama hvar þeir eru í heiminum, og um að gera að njóta þeirra með sínum nánustu. Þetts er jú tími fjölskyldu og kærleiks  Jólakveðjur frá mér og Evu !



Þriðjudagur 25.desember - fimmtudagur 27.desember

Þessir dagar eru búnir að vera þæginlega rólegir, við erum bara búin að vera melta jólasteikina og slappa af. Við erum búin að taka nokkra ísgöngutúra, skipta smá jólagjöfum, Eva fékk McDonalds í fyrsta skiptið í mörg ár við frekar slöppum móttökum. Vatnið var bilað í húsinu þannig að það var ekki hægt að sturta niður, fara í sturtu, það var bara hreinlega ekkert vatn!
Við fórum svo að kveðja skiptinemana í asado sem var haldin í húsi eins sjálfboðaliðans. Eva trúði því ekki hvað kjötið var gott. Enda ekki skrítið því það er eitt það besta hérna við Argentínu.
Við prófuðum líka eins metra langa milanesa samloku á einum veitingastað með bekkjarfélögum mínum. Um Kvöldið var svo byrjað að pakka í töskur, við ætluðum að vaka alla nóttina og fengum okkur því kaffi en það dugði ekki til því klukkan fjögur um nótt sofnuðum við.





Föstudagur 28.desember - Evu frásogn
Vöknuðum kl 06:00 og gerðum allt klárt, fengum okkur að borða, kvaddi alla og lögðum svo i hann. Tókum taxa upp á flugvöll í þessu glæsilega veðri. Við settumst niður og fengum okkur kex og sódavatn. Eftir smá tíma litum við á skjáinn og sáum að það var komið boarding. Við fengum létt shokk því þarna var komið að því, ég var að fara heim eftir 2 bestu vikur í heimi! Eftir erfiða kveðjustund náðum við að kveðjast, erfitt að kveðja einhvern sem manni þykir svo vænt um vitandi að maður á ekkert eftir að hitta hann fyrr en eftir 7 mánuði. Ég fór í gegnum security check með grátbólgin augu, reyna að gráta ekki meira og allir störðu á mig, enginn vissi hvað ég var að fara í gegnum. Þetta er svo erfitt að það er ekki hægt að lýsa þvi en við ætlum að láta þetta ganga. Ég settist niður og beið og beið og beið...fluginu var seinkað um klukkustund! Það eina sem ég hugsaði um var að eg hefði getað verið lengur með Benna á flugvellinum en í staðin sat ég í óþæginlegum stól...ein . Eftir flugið beið maður eftir mér sem skutlaði mér upp a flugvöll, útaf því að fluginu frá Tucuman var seinkad þá var ég tæp á tíma og ekki skánaði það þegar við vorum stopp á hraðbrautinni útaf slysi sem hafði orðið. Klukkutími þangað til flugið færi í loft og bæði ég og bílstjórinn að fara af taugum! En á endanum reddaðist allt og náði ég fluginu :) !


Thessar vikur voru thusund sinnum thess virdi thó svo ad soknudurinn sé núna mikill. Ég vil thakka foreldrum hennar fyrir ad hleypa henni út í thetta aevintýri og mun thetta fylgja okkur alla okkar tíd. Takk fyrir komuna elsku Eva mín. Thetta voru bestu vikur lífs míns ! <3