mánudagur, 25. febrúar 2013

Mognud ferd til Sjíle, Mendoza og Bariloche !

 
 

Gódan og margblessadann daginn eda kvoldid gott fólk.
Hvar á ég ad byrja ?

Jú vaentanlega á byrjuninni..

Thann 2.febrúar hófst mikil aevintýraferd med ollum skiptinemunum frá Tucuman og nokkrum frá Salta, Jujuy og Buenos Aires og nokkrum sjalfbodalidum. Vid fórum til Mendoza, Viña del Mar sem er stórbrotin borg í Sjíle og sídan Hin fraega Bariloche ! Thetta voru nú ekkert rosalega margir dagar thannig eg aelta ad skrifa frá hverjum degi fyrir sig. Svona byrjadi thessi snilld:


Laugardagur 2.febrúar:


Á thessum mikla degi var bara pakkad í toskur og brunad upp á rútustod til ad hitta alla. Eg tók med mér hardfisk, sem meistararnir Sveinbjorn, Jói G og Árni sendu mer, og gaf ollum ad smakka sem var nu misvinsaelt. Tharna vorum vid saman komin krakkar fra naestum allri Skandinavíu; Danmork, Svithjód, Finnland og Ísland en Thýskaland fékk líka ad vera med. Vid tók 16 tíma rútuferd til Mendoza og á leidinni var bara spjallad, sofid og drukkid Viský sem rútan baud upp á.

Rutustodin í Tucuman

Sunnudagur 3.febrúar


Komum ad Mendoza í fínu vedri og byrjudum a ad fara med toskurnar á hostelid thar sem vid gistum. Taxabilstjorinn neitadi ad setja verdtaekid í gang og rukkadi okkur svo um helming meira en alla hina. Byrjadi vel haha. Vid konnudum mollid í Mendoza og thar var fengid ser Starbucks og McDonals. Frekar Bandarískur dagur. Eftir mollflippid forum vid ad hitta skiptinemana frá Mendoza og skodudum almenningsgardinn og eg hitti einn sjalfbodalida sem hafdi verid vinur stelpu(Natalía) frá Íslandi sem bjó í Mendoza og hann vissi bara allt um Verzlo og byrjadi ad syngja Viva Verzlo fyrir mig sem mer thotti rosarosa fyndid.

Mendoza er virkilega hrein borg og er fraeg fyrir fegurd sina. Eg reyndar tok ekkert serstaklega eftir thvi en svo er vist sagt og um ad gera ad kanna hana bara thid sjalf.
Um kvoldid gerdust nokkrir furdulegir hlutir og sumir verda ekki sagdir her en eg skal segja thá vaegustu.
Vid byrjudum á ad fara fá okkur ad borda á venjulegum pulsustad med óvenjulegu fólki. Thvi thad labbadi thritugur madur upp ad mer, Emil og David og spurdi hvort vid vildum ekki borda med honum og brodir sinum og kaerustu hans. Thau komu oll frá Sjíle og okkur thotti thad bara skemmtilegt ad setjast med theim og spjalla um Sjíle og svona. Sidan thegar thad voru samraedur i gangi var hann alltaf einhvernveginn ad snerta mig. Mer fannst thad frekar skritid og sagdi vid strakana hvort vid aettum ekki ad fara koma okkur a barinn thar sem hinir skiptinemarnir voru, tha vildi thessi thrítugi perri endilega koma med. Vid leyfdum honum thad eftir langt tud og a barnum var drukkid ekta Mendóskt raudvín thví flest Argentísk vín eru raektud í Mendoza. Eftir drykklanga stund byrjadi hann ad bidja David um ad koma med ser einn og fara eitthvad tveir saman. Vid akvadum ad fara upp á hotel eftir thad og komumst svo ad thvi ad hann gisti á sama hóteli. Vid strakarnir vorum bara spjallandi og duttum svo í svefn. Thá um nottina kom thessi pervert inn í herbergid okkar og hann spurdi hvar David vaeri. Vid rakum hann bara burt og forum svo fljotlega eftir thad af hostelinu og upp á rútustod. Thá var kominn mánudagur.. og allir drepthreyttir...

Hostelid sem vid gistum á í Mendoza

David og ég keyptum okkur ekta Mendóskt raudvín

Salud !
 
 

Mánudagur 4.febrúar


Eftir thessa afburdaríku nótt sneisafulla af steypu eyddum vid ollum deginum í skítarútu. Thad var mjog heitt og saetin óthaeginleg. En sem betur fer var ferdinni heitid á gódan stad. Viña del Mar í Sjíle. Thad tók svona thrja tíma ad komast í gegnum landamaerin og ekki matti koma med neitt raektad né kjotvorur. Eg nadi ad smygla inn einu salatbladi sem eg gleymdi ad borda af samlokunni minni. Stolt ! Kannski madur byrji í smyglbransanum... Eftir langa keyrslu í gegnum Andesfjallgardinn komumst vid til hinnar fallegu strandarborgar Viña del Mar. Vid vorum oll sammála um ad thetta vaeri ein flottasta borg sem vid hofum komid til. Eins og vanalega byrjudum vid a ad fara upp á hostel og mjog skemmtilegt ad labba um gotur Sjíle thví alltaf er gaman ad kynnast nýjum londum. 

Fyrsta sem vottadi af fataekt var beint fyrir framan hostelid okkar. Thar lá madur einungis á naerbuxunum allur skadbrunninn utaf einhverju slysi og bad fólk um pening til ad geta keypt ser krem til ad bera á brunasárin. Thad var frekar óthaeginlegt ad horfa upp á thad en svona er vist heimurinn erfidur fyrir suma. 
Sum okkar hofdu ekki sed sjó sidan í ágúst thannig um kvoldid var labbad nidur ad sjonum og eftir thad var fengid sér Chorrillana sem er kannski thjódarrettur Sjíle. Thad samanstendur af fronskum, kjoti, osti og lauk og er virkivirkilega gott! Kvoldid var tekid i afsloppun og snemma skridid í baelid. 
 

Andesfjallgardurinn vígalegur

 

Velcome to Chile

Íslendingarnir saman í Sjíle

Vid strákarnir med Kyrrahafid í bakgrunn
 
 
Bordandi Chorrillana

Thridjudagur 5.febrúar


Vaknad var í morgunverd, kikt adeins á markad sem var rett hja, skodudum hotel sem heitir Sherington og fengum ad sjá eitt herbergid á hótelinu sem var bara ansi fint. 

Fórum svo ut á einhvern klett og ég sá einhvern risastoran fugl fljuga framhja, eg hropadi : Nei sjaid PELÍKANI ! Thad vildi engin trúa mér og heldu ad ég vaeri á einhverjum efnum og sjalfbodalidinn sem hefur komid oft til Sjíle sagdi ad thad vaeru engir pelíkanar í Sjíle. Thegar vid komum ad sjonum sáum vid tha ekki hundrudi pelikana á skerjunum ut í sjonum. Gaman ad sjá andlitin á theim eftir thad, og eins og malshatturinn segir ; "Sá hlaer best sem sidast hlaer". Ef ég man nú rétt. 
Einn ónefndur adili hopsins var búinn ad sofa allan daginn vegna ónefndra ástaedna thannig vid akvadum svo ad fara saekja hann upp á hostel. 
Tekid var med sundfotin og fórum vid allur hópurinn á strond sem heitir Reñaca. Thetta var í alla stadi frábaer dagur thvi oldurnar voru thvilikt storar og gaman ad leika ser í theim thó svo ad Kyrrahafid sé mun kaldara en Atlantshafid. Keppt var í fótbolta, tennis og drukkid ískaldan fullordinsdrykk rétt fyrir sólarlag. Sáum svo í lok dags selskóp í oldunum og nádi ég ad synda svona thrjá metra frá honum og taka video. 
Um kvoldid for svo allur hopurinn á skemmtistad sem var inn í spilavíti og var skemmt sér naestum fram á nott ef thad hefdi ekki verid fyrir "bíp" sem gat ekki stadid í lappirnar. Samt gód nótt...

Pelíkanarnir sem ég sá
 

Á Reñaca strondinn


Frábaer dagur á thessari strond
 
Víkingar !
 
Skemmtistadurinn sem var inn í spilavíti

Midvikudagur 6.febrúar


Thessi dagur var deginn í halfgerdri slokun og bara verslunardagur. Vid kíktum á markadinn vid strakarnir og ég keypti nokkra minjagripi og einnig spegil fyrir "mommu" mina thví nýlega braut ég hennar. :O:O Sjo ára ógaefa :O:O Vorum lika rosa snidugir og keyptum rafmagns tyggjo og budum ókunnugum. Gaman fyrir okkur, en fyrir hina... veit ekki..

Tókum sidan oll lest í hverfi/borg sem heitir Valparaiso og skodudum hana, thar var íslenska stelpan naestum raend og loggan bad okkur um ad koma okkur burt thvi thetta var ekki oruggt hverfi sem vid vorum buin ad koma okkur í. Samt gaman ad sjá thetta allt.
Í lestinni á leidinni til baka var einhver furdufugl ad segja mer og Gumma frá latínu í tuttugu mínutur og hvad hún vaeri mikilvaeg og endadi svo samtalid á ad spyrja um Facebookid hja stelpunum sem voru med okkur. Vid sogdum bara ad thad vaeri ekki notad Facebook í okkar londum og komumst thannig frá oruggir á húfi.
Kvoldid for svo bara í ad pakka í toskur og taka rutu til Argentinu klukkan átta og áttum vid ad koma til Mendoza klukkan 06:00 ad morgni og eyda svo deginum í rafting. Thá gerdist eitt verulega pirrandi..
Framhald í naesta kafla..

Sonnun um thad ad eg hafi farid til Chile

Valparaiso er frekar mikid slum
 
Skommustulegi hundurinn
Gotusyningar
 
Kaffitími á Plazanu


Fimmtudagur 7.febrúar


Hvad gerdist ?! Klukkan var tíu ad morgni og vid vorum stopp í rútunni einhverstadar lengst inn í fjallgardi Andesfjalla. Thá hafdi komid svakaleg rigning um nóttina og hrunid risagrjótskrida á veginn. Thad tók tíu tíma ad laga veginn og hreinsa og thar af leidandi misstum vid audvitad af raftinginu thví vid komum til Mendoza um sex leitid um kvoldid. Tólf tímum of seint!! Klukkan 20:00 beid okkur svo onnur rúta sem for med okkur til BARILOCHE thannig vid fengum tveggja tima pásu og svo tóku vid adrir átján tímar í rútu.
Thessi dagur var semsagt skita! Svona svo thid vitid eitthvad um Bariloche thá er thad stadur í fylkinu Río Negro og er einn vinsaelasti ferdamannastadur í Argentínu. Náttúran og vedurfarid minnir mann á ad ef Ísland, Noregur og Canada myndu eignast barn og barnid myndi eignast barn med Olpunum.. eitthvad thannig. Allir menntaskolar fara í utskriftaferdina sína thangad thví skemmtistadirnir eru magnadir og fullt af skemmtilegum skodunarferdum.

 
Hérna festumst vid og sem betur fer var nú fallegt útsýni thessa tíu tíma

Fostudagur 8.febrúar


Eftir langa rútuferd komumst vid loksins til Bariloche thar sem draumar raetast og einhyrningar finnast. Thad var verulega heitur dagur og er thad ekki venjulegt tharna, thvi sunnar sem thú ferd thví kaldara verdur. Komum okkur fyrir á hostelinu sem var med útsýni yfir vatnid Nahuel Huapi. Vid tókum gongutur nidur ad vatninu og bodudum okkur í thví, skodudu midbaeinn og keyptum súkkuladi. Thad er eitt af thvi sem er svo fraegt vid Bariloche. Thad er súkkuladid. Madur fer ekki til Bariloche an thess ad snúa til baka med trodfullar toskur af sukkuladi. Kvoldid var byrjad á svolunum med nokkrum Sjílebúum. Leidin lá svo á bar med dansgólfi thar sem vid eyddum nóttinni dansandi og syngjandi.


Útsýnid frá hostelinu

Vid ad thykjast pissa HEHE
 
Bodudum okkur í Nahuel Huapi

Minnir mann á Evrópu
 
Gladir ad vera komnir til Bariloche

Súkkuladisimar og dýr

Naeturlifid


Laugardagur 9.febrúar

Morgunmotudumst alveg rosa gódum morgunmat: egg, ponnukokur, avextir, morgunkorn og ristadbraud og logdum svo a stad í aevintyri dagsins. Vid vorum sott af sendiferdabil sem var leigdur fyrir okkur thennan dag. Vid byrjudum a ad fara í fjallalyftur upp á einn tindinn tharna og fengum ad sjá útsýnid yfir allt. Thad var eitt thad flottasta sem eg hef séd og erfitt ad utskyra thad í myndum. Allt í skógum, votnum, fjollum og eyjum og litirnir gerdu thetta ekki verra. 
Vid forum svo oll í fimm tíma bátsferd um vatnid Nahuel Huapi thar sem vid fengum ad gefa máfum ad borda úr hondunum okkar, stukkum fram af bryggju út í vatnid og sigldum um.
Um kvoldid var buid ad plana ad fara á besta skemmtistadinn thví thad er einn parturinn af thvi ad fara til Bariloche. Naeturlifid! Stadurinn heitir Grisú og er á sex haedum. Á hverri haed var mismunandi tónlist og var thessi skemmtistadur eins og halfgert volundarhús en thad var bara gaman. Vid skemmtum okkur oll konunglega og vorum komin á hostelid klukkan sjo ad morgni og skodunarferdin thann dag byrjadi klukkan átta thannig vid svafum nánast ekkert thá nóttina. 

Upp á fjall med lyftum
 
ARGENTÍNA !

Hópurinn saman upp á tindinum
 
Med nátturna í bakgrunn
 
Á leid til Victory Island


Ég var ekki óvinsaell thennan daginn hjá fuglunum
 
Sundsprettur

Smá ad sýna sig fyrir Thjódverjanum
 




Sunnudagur 10.febrúar

Thessi skodunarferd var grautleidinleg og sváfu nanast allir í bílnum. Vid stoppudum í bae thar sem eg keypti mer all you can eat á veitingastad og fór held ég tvofaldur út. Thegar vid vorum búinn ad eyda ollum deginum keyrandi um skodandi votnin og talad vid einhverja kínverja komum vid loksins á hostelid. 
Sjalfbodalidinn Nacho sem var med okkur sagdi ad vid hefdum borgad 3500 krónur of mikid fyrir allt thannig hann let alla fá sinn skerf. Ég, David og Emil fórum audvitad og eyddum ollu í eina máltíd seinustu nótt ferdarinnar. Eg held ad eg hafi aldrei smakkad jafn mjuk og gott kjot. Vid átum og átum og thad kom alltaf meira kjot thvi vid vorum seinustu kúnarnir og kokkurinn vildi frekar gefa okkur kjotid sem var eftir á grillinu heldur en ad henda thví.
Thessa nóttina fór ég bara snemma í háttinn thó svo einhverjir hafi farid ut. 
Seinasta kvoldmáltidin



Mánudagur 11.febrúar 


Seinasti dagur ferdarinnar var tekin med gledi og skellt sér á McDonalds og bordad og bordad thvi fjarans sjalfbodalidarnir lugu ad thad yrdi ekki matur í 32 klukkustunda rútuferdinni okkar og thid getid ímyndad ykkur mig án matar allan thennan tíma. Eg var thá buinn ad afla mer rútuforda en svo audvitad var thetta bara lygi og fullt af mat borin fram í rutunni en eg aetladi nu ekki ad kvarta yfir thvi. Thad er nú ekki mikid frá ad segja um thessa rútuferd frá Bariloche til Tucuman nema bara ad thetta var aaaaltof langur tími í rútu og vid horfdum á nokkrar bíómyndir og thjónninn í rútunni teiknadi skegg á stelpuna frá Finnlandi. 

Fengum okkur allir Bariloche peysur

Thridjudagur 12.febrúar

Vid logdum semsagt af stad deginum ádur klukkan 14:00 og komum klukkan 22:00 thridjudeginum. Vid reiknudum klukkustundafjoldan sem vid eyddum í rútu alla ferdina og thad voru í kringum fjórir sólahringar !
 Thad var mjog gott ad komast heim thó svo thad var líka leidinlegt ad klára thessa skemmtilegu ferd. Hopurinn thettist ennthá meira saman og mun thessi ferd vera lengi í huga mínum.


Núna er eg bara ennthá í sumarfríi og mun byrja í skólanum í midjum mars. Vaeri alveg til í ad byrja fyrr thvi madur er ordin frekar threyttur á thessu adgerdaleysi. Ég aetla bara vera duglegur ad hlaupa, hjóla, aefa mig á gítar og finna mér eitthvad snidugt til ad drepa tímann. 

Emil saenski bródir minn er núna búinn ad skipta um fjolskyldu og er eg aftur ordinn eini skiptineminn á heimilinu. Thad var bara alltof mikid fyrir fjolskylduna mina ad vera med tvo skiptinema. En allir kvoddust sem godir vinir og er buid ad vera mjog gaman ad hafa hann hjá okkur.

Á laugardaginn komu svo nýju skiptinemarnir og eru thau frá ollum hornum heimsins. Taelandi, Nyja Sjalandi, Sviss og fleira og held eg bara ad thetta séu fínustu krakkar. Tíunda mars verdur svo velkominveisla og eiga allir ad gera eftirrétt frá sínu landi. Er einhver med hugmyndir fyrir mig ? 

Hérna er svo mynd af okkur med sjalfbodalidunum og nýju skiptinemunum og fjolskyldum theirra


Annars er bara allt gott ad fretta af mer, eg er farinn ad stjorna spaenskunni bara nokkud vel og er ordinn vel Argentinized. Í mars er ég svo aftur ad fara til Chile og mun ég hitta astkaeran fodur minn thar og munum vid eyda saman viku. Eg er audvitad mjog spenntur og verdur skritid ad hitta hann eftir sjo manudi í burtu ! 

Ég aetla ad segja thetta gott núna
Thangad til naest
Benedikt Benediktsson

Skrítin stadreynd : Nítjánda hvers mánadar safnast saman hundrudi manna fyrir framan kirkjunar í rodum til ad tala vid prestinn. Thar bidja thau fyrir astvinum og bidja gud um eitthvad sem gaeti hjalpad theim í lífinu.